Námskeiðin Okkar
Námskeiðið „Konur studdar til bata“ fyrir konur sem glímt hafa við fíknivanda og afleiðingar áfalla fer af stað í janúar hjá Vegvísi ráðgjöf í Hafnarfirði.
Námskeiðið er í formi hópastarfs að erlendri fyrirmynd (Helping Women Recover) þar sem lögð er áhersla á að fíknivandi sé afleiðing áfalla og/eða annars vanda í lífi kvenna.
Í hópastarfinu er lögð áhersla á fjóra þætti:
1. Sjálfsmynd kvenna
2. Sambönd og samskipti kvenna
3. Kynverund
4. Andlegt líf
Innan þessara þátta eru undirflokkar þar sem farið er ítarlega í þau atriði sem talin eru mikilvæg fyrir konur í bataferli. Til dæmis er farið yfir hvað kom fyrir konurnar í stað þess að spyrja hvað sé að þeim, hvernig þær hafi komist af og til hvaða bjargráða hver og ein þeirra hafi gripið. Kynntar eru nýjar aðferðir til að takast á við vandann í stað neyslu í hvaða mynd sem er.
Hægt er að skrá sig á námskeiðið eða fá frekari upplýsingar um starfið með því að senda póst á vegvisirradgjof@vegvisirradgjof.is