Fjármálaráðgjöf
Margir kannast við að erfitt er að ná endum saman í hverjum mánuði. Því fylgir oft mikill kvíði hjá fólki sem byggist upp því lengur sem líður á mánuðinn og tímabilið verður lengra.
Mikilvægt er að gera sér grein fyrir fjárhagslegri stöðu sinni og skoða fjármálin sín. Þó staðan sé slæm er alltaf hægt að finna leiðir til að leysa þann vanda og gera jákvæðar breytingar. Þá er gott að fá ráðgjöf og aðstoð frá fagfólki til að fara yfir fjármálin og sjá og meta hvernig hægt er að breyta eyðslu-og neyslumynstri einstaklinga eða fjölskyldna. Mikilvægt er að setja í forgang það sem þarf að greiða mánaðarlega.Það dregur úr aukakostnaði sem hlýst af vangreiddum fjármála skuldbindingum og getur jafnvel stuðlað að afgangi af tekjunum í lok mánaðar.
Aðal markmið fjármálaráðgjafar Vegvísis Ráðgjafar er að bæta líðan fólks í sambandi við fjármál sín. Það er að takast á við fjármálin, jafnvel þó að óreiða ríki í þeim. Mikilvægt er að eiga heilbrigt samband við peninga og fjármál og kunna að forgangsraða mikilvægustu greiðslunum og gera sér grein fyrir kostnaði sem fylgir vanskilum á greiðslum. Það er jákvætt bæði andlega og fjárhagslega að greiða reikninga á réttum tíma og hafa stjórn á tekjum og gjöldum.
Ef mikil óreiða ríkir í fjármálum einstaklinga og fjölskyldna sem veldur kvíða og framtaksleysi er boðið upp á að koma með reikninga og gögn til að flokka og forgangsraða greiðslum.
Einnig er veitt ráðgjöf varðandi sparnað, til dæmis vegna íbúðakaupa, bifreiðakaupa eða minni háttar fjárfestingar.