Ráðgjöf og meðferð við persónulegum samskiptavanda fyrir einstaklinga, hjón/pör og fjölskyldur

Katrín G. Alfreðsdóttir - Áslaug Kristjana Árnadóttir

Um okkur

Katrín G. Alfreðsdóttir
Félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur
vegvisirradgjof@vegvisirradgjof.is

Katrín er félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur og hefur unnið með einstaklinga, pör og fjölskyldur sem glímt hafa við félagslegan vanda og samskiptavanda.

Katrín hefur lagt áherslu á að vinna með afleiðingar áfalla og reynslu og upplifanir úr æsku sem mögulega geta haft áhrif á hegðun, viðbrögð og samskipti fólks á fullorðinsárum.

Katrín hefur lokið  námi í EMDR meðferð sem er sálfélagsleg meðferð sem þróuð hefur verið til að vinna úr afleiðingum áfalla hjá einstaklingum.

Katrín hefur mikla þekkingu á fíkn og þeim vanda sem getur fylgt bæði fyrir einstaklinga og fjölskyldur þeirra.

Katrín starfaði sem félagsráðgjafi á fíknigeðdeild Landspítalans um tíma.

Einnig hefur hún starfað sem sjálfboðaliði hjá Rauða kross Íslands með heimilislausum konum í Konukoti og í verkefninu Frú Ragnheiður sem byggir á hugmyndafræði skaðaminnkunar og hefur þann tilgang að ná til jaðarhópa samfélagsins með heilbrigðisþjónustu án fordóma.

Katrín hefur starfað frá árinu 1977 sem flugfreyja hjá Icelandair og hefur mikla reynslu í samskiptum og þjónustu við fólk. Katrín var í mörg ár aðal trúnaðamaður Flugfreyjufélags Íslands á vinnustað og sat í stjórn og samninganefnd Flugfreyjufélagsins ásamt því að sinna mörgum öðrum trúnaðarstörfum fyrir félagið.

Katrín er talskona fagdeildar félagsráðgjafa sem vinna með áfengis- og vímuefnavanda. Hún er í ráði Rótarinnar sem er félag um málefni kvenna með áfengis-og vímuefnavanda. Að auki situr hún í stjórn Félagsráðgjafafélags Íslands

Áslaug Kristjana Árnadóttir
Fjármálaráðgjafi
vegvisirradgjof@vegvisirradgjof.is

Áslaug er viðskiptafræðingur að mennt og hefur lokið meistaranámi á sviði fjármála. Að auki er hún löggiltur leigumiðlari.

 

Áslaug hefur sinnt ráðgjafastörfum þar sem mikið er um samskipti við viðskiptavini og er því með góða þekkingu á því sviði.

 

Áslaug hefur einnig verið  sjálfboðaliði hjá Rauða kross Íslands í verkefninu Frú Ragnheiður.

 

Þjónustan

Fjölskylduráðgjöf

Fjölskyldumeðferð er skilgreind sem meðferð þar sem tekið er mið af áhrifamætti fjölskyldunnar sem heild. Leiðarljós meðferðarinnar er velferð fjölskyldunnar og möguleikinn á að hámarka lífsgæði hennar.

Fjármálaráðgjöf

Aðal markmið fjármálaráðgjafar Vegvísis Ráðgjafar er að bæta líðan fólks í sambandi við fjármál sín. Það er að takast á við fjármálin, jafnvel þó að óreiða ríki í þeim. 

Áfengis- og vímuefnavandi

Ríkjandi  viðhorf í samfélaginu á áfengis- og vímuefnavanda er að fíkn sé ólæknandi krónískur heilasjúkdómur og eina lækningin við honum sé ævilangt bindindi. Þær meðferðir sem eru í boði fyrir áfengis- og vímuefnaneytendur taka mið af því að fíkn sé heilasjúkdómur.